Bæjarstjórn samþykkir 714 milljóna aukafjárveitingu vegna Covid-19

Fjárhagsstaða Vestmannaeyjabæjar er sterk og sveitarfélagið vel í stakk búið til þess að mæta óvæntum áföllum líkt og þeim sem við stöndum frammi fyrir í dag

18.Apríl'20 | 12:14
hraunbudir_og_radh

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Aðgerðir Vestmannaeyjabæjar til handa fyrirtækjum og heimilum vegna Covid-19 voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var.

Bæjarstjóri fór yfir þær aðgerðir sem Vestmannaeyjabæjar hefur unnið að undanfarna daga og vikur til viðspyrnu efnahagsörðugleikum vegna COVID-19. Í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar felast m.a. tilmæli til sveitarfélaga um aðgerðir í heimabyggð til þess að draga úr högginu og stuðla að atvinnu. Bæjaryfirvöld hafa unnið að slíkum aðgerðum að undanförnu.

Tillögur bæjarstjórnar innihalda skjól, stöðugleika og sókn fyrir íbúa heimili, fyrirtæki og sveitarfélagið.

Unnið að reglum um aukin sveigjanleika í innheimtu og gjaldfrestum

Ákveðið var að fresta gjalddögum fasteignagjalda og innheimta aðeins gjöld fyrir veitta þjónustu, þ.m.t. leigu fyrirtækja á húsnæði bæjarins sem ekki er aðgangur að. Unnið er að reglum um aukin sveigjanleika í innheimtu og gjaldfrestum. Auk þessa ákvað bæjarráð vinna að því að færa til framkvæmdir og viðhald á vegum bæjarins til þess að skapa einstaklingum störf og fyrirtækjum tekjur. Tillögur að þeim framkvæmdum liggja nú fyrir.

Markaðsátak í ferðaþjónustu og sérstakt atvinnuátak

Þegar hefur nokkrum viðhaldsverkefnum í fjárhagsáætlunum bæjarins verið flýtt og tillögur kynntar um að færa til önnur og stærri verkefni. Vinna er hafin við markaðsátak í ferðaþjónustu í samráði við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja. Jafnframt er hafin vinna við sérstakt atvinnuátak og að stuðla að nýsköpun- og frumkvöðlastarfsemi í Vestmannaeyjum með bættri aðstöðu fyrir fólk, sterkari innviðum og margvíslegri aðstoð. Auk þessa hefur verið gripið til ýmissa úrræða og aukinnar þjónustu á sviði heilbrigðis- og félagsmála.

Leita leiða við að lækka opinber gjöld fyrir veitta þjónustu

Þá hafa verið skoðaðar heilsueflandi aðgerðir þar sem lögð verður áhersla á hreyfingu og tómstundir sem íbúum stendur til boða, sumar hverjar án endurgjalds, þar sem mikilvægt að veita viðspyrnu neikvæðum heilsufarslegum afleiðingum faraldursins á samfélagið. Gildistími sundkorta verði lengdur sem nemur lokun sundlauga. Við gerð næstu fjárhagsáætlunar verður jafnframt leitað leiða við að lækka opinber gjöld fyrir veitta þjónustu Vestmannaeyjabæjar.

Framundan er frekari vinna við undirbúning nýrra framkvæmdaverkefna og tilfærslu annarra slíkra verkefna sem þegar eru á fjárhagsáætlun 2020 og áætluð 2021.

Skýrsla um ljósleiðaravæðingu Vestmannaeyjabæjar á lokametrunum

Vestmannaeyjabær er reiðubúinn að flýta umfangsmiklum fráveituverkefnum ef ríkið ákveður að koma til móts við sveitarfélög með endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna slíkra framkvæmda.

Skýrsla sem verið er að vinna um ljósleiðaravæðingu Vestmannaeyjabæjar er á lokametrunum. Stefnt er að því að taka hana til umræðu á bæjarstjórnarfundi þann 30. apríl nk. Mikilvægt er að ríkið komi að þessu verkefni með einhvers konar styrkjum og efla þannig til muna eðlilega innviðauppbyggingu í sveitarfélögum. Er ljóðsleiðarvæðing Eyjanna einn að lykilþáttum í atvinnuuppyggingu til framtíðar.

Tilbúin til að fjárfesta verulega umfram það sem áætlað var í fjárhagsáætlun

Á næstu dögum er búist við niðurstöðum starfshóps um framtíðarskipan 3. hæðar Fiskiðjuhússins, sem verið hefur að störfum frá því fyrr á árinu. Starfshópnum er ætlað að leggja fram tillögur um nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi í aðstöðunni í samstarfi Vestmannaeyjabæjar, Þekkingarseturs Vestmannaeyja og atvinnulífinu í Vestmannaeyjum.

Bæjarstjóri er að þessa dagana að afla sér upplýsinga um stöðu atvinnuleysis og úrræða vegna skerðingar starsfhlutfalls, frá Vinnusmálastofnun, til þess að leggja mat á stöðu fyrirtækja og mat á framhaldi aðgerða á vegum Vesmtmannaeyjabæjar.

Vestmannaeyjabær er reiðubúinn fjárfesta verulega umfram það sem áætlað var í fjárhagsáætlun til viðspyrnu ástandsins í atvinnulífinu sem skapast hefur og getur skapast vegna veirunnar. Ljóst er að slíkar ráðstafanir verða að taka mið af þörf og nauðsyn slíkrar innspýtingar. Ljóst er að ástandið kemur verra niður á sumum atvinnugreinum en öðrum og að einna verst bitni það á fyrirtækjum í veitinga-, gisti- og ferðaþjónustu.

Heildarumfang aðgerða nemur 1.950 milljónum

Það á eftir að taka ákvarðanir og kostnaðarmeta stór og miklvæg verkefni. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun áfram vinna að tillögum varðandi þau verkefni sem verða kynnt síðar.

Í þessum öðrum hluta viðspyrnunar nemur heildarumfang þegar ákveðinna aðgerða, sem og aðgerða sem bæjarstjórn er reiðubúin að ráðast í til framtíðar um 1.950 milljónir kr.

Umfang aðgerða til viðbótar við fjárhagsáætlun 2020 nemur 714 m.kr.

Sveitarfélagið vel í stakk búið til þess að mæta óvæntum áföllum

Í ljósi alvarlegra afleiðinga heimsfaraldurs á efnahag og atvinnulíf er mikilvægt að bæði ríki og sveitarfélög veiti kröftuga viðspyrnu til að draga úr neikvæðum afleiðingum á fyrirtæki og íbúa, lágmarki skaðann og búi til frjóan jarðveg fyrir framtíðina.

Fjárhagsstaða Vestmannaeyjabæjar er sterk og sveitarfélagið vel í stakk búið til þess að mæta óvæntum áföllum líkt og þeim sem við stöndum frammi fyrir í dag.

Bæjarstjórn samþykkir að ráðast í fyrrgreindar aðgerðir og felur bæjarráði og hlutaðeigandi fagráðum að annast framkvæmd og eftirfylgni þeirra.

Var ofangreint samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Hér má sjá nánar um aðgerðirnar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.