Tími nagladekkjanna liðinn

16.Apríl'20 | 12:38
dekkjaverkst

Óskar Elías og Óskar Zoega höfðu í nægu að snúast á dekkjaverkstæðinu í morgun. Ljósmynd/TMS

Anna­samt er nú á dekkja­verk­stæðum landsins. Í gær, 15. apríl var notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. 

Þessi regla er þó háð tíðarfari og er það undir lögregluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega hafist verður handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða.

Að sögn Tryggva Kr. Ólafssonar, lögreglufulltrúa hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær byrjað verður að sekta hér í Eyjum. „Við munum senda út tilkynningu áður en af því verður.” segir hann.

Ljósmyndari Eyjar.net leit inn hjá Áhaldaleigunni í morgun og þar var mjög mikið að gera hjá þeim feðgum Óskari og Óskari. Óskar Elías Óskarsson segir að mikið sé búið að bóka hjá þeim næstu daga. „Það er allt fullt hjá okkur í næstu viku, en eitthvað er laust í þarnæstu viku.”

Óskar segir það áberandi hvað fólk byrji seint að huga að þessu í ár og skýrist það hugsanlega af kórónuveirufaraldrinum.

 

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.