Lundinn settist upp í dag

16.Apríl'20 | 23:05
lundi_2017

Lundinn settist upp í dag. Ljósmyndir/TMS

Fyrstu lundarnir settust upp í Vestmannaeyjum í dag. Lundinn sást í og við Kaplagjótu við Dalfjall síðdegis í dag og í kvöld. Í Vestmannaeyjum er ekki síður talað um lundann sem vorboðann ljúfa en lóuna.

Lundinn er á sínu vanalega róli, því ef skoðuð eru síðustu ár þá má sjá að hann er að setjast upp á bilinu 14 til 19. apríl. Til að mynda settist hann upp þann 14. apríl í fyrra og þann 19. árið áður. Árið 2017 sást hann fyrst 16. apríl. 

Töluvert mikið af lunda sást í fjöllum Heimaeyjar í kvöld og náði ljósmyndari Eyjar.net nokkrum myndum af þeim sem sjá má hér að neðan. (Smelltu á myndir til að opna þær stærri.)

Tags

Lundi

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...