Tilkynning frá aðgerðastjórn

Létt á samkomubanni í Eyjum á mánudag

- á mánudag tekur við almenn takmörkun á samkomum sem gildir á landsvísu þar sem miðað er við að ekki séu á sama tíma fleiri en 20 einstaklingar inni í sama rými

16.Apríl'20 | 17:53
IMG_2918

Á sunnudaginn rennur samkomubann miðað við 10 manns sitt skeið í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðan 6. apríl síðastliðinn. Samtals hafa 103 greinst með veiruna, 65 hafa náð bata og því eru 38 einstaklingar með virk smit. 127 eru í sóttkví. 

Á sunnudaginn rennur samkomubann miðað við 10 manns sitt skeið í Vestmannaeyjum. Á mánudag tekur við almenn takmörkun á samkomum sem gildir á landsvísu þar sem miðað er við að ekki séu á sama tíma fleiri en 20 einstaklingar inni í sama rými. Þar með gilda hertar reglur fyrir Vestmannaeyjar ekki lengur og við fylgjum landslínunni.

Þakkarvert er hversu vel Eyjamenn virtu bannið en það er einmitt ástæða fyrir góðum árangri okkar. Við höldum að sjálfsögðu áfram að virða reglur því það er okkur öllum í hag.

Lögreglustöðin mun opna afgreiðslu sína á mánudag eins og fleiri aðilar. Þrátt fyrir það þurfum við enn að gæta að eigin sóttvörnum og virða nándarregluna upp á 2 metra.

 

f.h. aðgerðastjórnar
Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri.

Tags

COVID-19

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.