Þjónusta á vegum Hugarafls og Geðhjálpar á tímum Covid

– fyrir fólk með geðraskanir og andlega vanlíðan

15.Apríl'20 | 09:52
heimaey_gig

Ljósmynd/Gunnar Ingi

Félagasamtökin Hugarafl og Geðhjálp hafa í samvinnu við Heilbrigðisráðuneytið unnið að nýjungum á sviði ráðgjafar til félagsmanna sinna á tímum Covid 19 og eru nú að bjóða þjónustu út á landsbyggðina.

Vakin er athygli á því að fólk sem á við andlega vanlíðan og/eða geðræna erfiðleika að stríða getur fengið aðstoð í formi símtala, tölvupósta, netfunda og viðtala í gegnum netið. Hugarafl býður einnig upp á tenglaþjónustu fyrir sína skjólstæðinga og nýliða, en er einnig með opið streymi vikulega á facebook síðu sinni. Streymið fjallar um andlega líðan og bjargráð og það er hægt að horfa á streymið eftir á.  Á samskiptaforritinu Zoom er m.a. boðið upp á vinnusmiðjur um ýmis þemu, eins og skipulag vikunnar, bata, valdeflingu, sjálfsumhyggju og fleira. Nokkuð hefur verið um nýliða að undanförnu og taka liðsmenn Hugarafls og Geðhjálpar vel á móti þeim sem hafa samband og hefja stuðning.

Þeir sem vilja nota sér þessa þjónustu og/eða fá nánari upplýsingar geta haft samband við tengilið Vestmannaeyjabæjar við Hugarafl, Guðrúnu Jónsdóttur yfirfélagsráðgjafa Vestmannaeyjabæjar, í netfangi gudrun@vestmannaeyjar.is eða síma 488 2000 (endilega látið taka skilaboð ef ekki næst í Guðrúnu þá stundina).

Þá getur fólk einnig sett sig beint í samband við Hugarafl (sjá vefsíðu þeirra hugarafl.is; sími 414 1550) og Geðhjálp (sjá vefsíðu þeirra gedhjalp.is ; sími 570 1700).

Vestmannaeyjabær fagnar þessu framtaki og hvetur einstaklinga sem geta hugsað sér að þiggja þessa þjónustu til að hafa samband.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%