Þjóðhátíðarnefnd og ÍBV:

Vonast til að geta haldið Þjóðhátíð

- öryggi gesta, listamanna, starfsmanna og sjálfboðaliða er þó vissulega forgangsatriði við undirbúning hátíðarinnar

14.Apríl'20 | 17:05
IMG_1168.jpg112

Frá setningu Þjóðhátíðar. Ljósmynd/Addi í London

ÍBV og Þjóðhátíðarnefnd hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að eins og staðan sé í dag vonast hátíðarhaldarar til að geta haldið Þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst í ár, eins og að var stefnt.

Tilkynning ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar hljóðar svo:

Kæru Þjóðhátíðargestir

Við lifum nú á fordæmalausum og krefjandi tímum. Þjóðhátíðarnefnd ásamt ótalmörgum sjálfboðaliðum hafa allt fram til dagsins í dag þorað að trúa því og unnið að því hörðum höndum að halda Þjóðhátíð í Herjólfsdal í lok sumars. Í dag er enn óljóst hversu lengi samkomubann og fjöldatakmarkanir munu gilda en í ljósi þeirra upplýsinga sem Ríkisstjórnin hefur nú kynnt mun þessi vinna við undirbúning hátíðarinnar 2020 halda áfram, auk vinnu við ráðstafanir komi til þess að halda verði hátíðina í breyttri mynd. Eins og staðan er í dag vonumst við þó til að geta haldið Þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst.

Að því sögðu er rétt að það komi skýrt fram að öryggi gesta okkar, listamanna, starfsmanna og sjálfboðaliða er þó vissulega forgangsatriði okkar við undirbúning hátíðarinnar og munum við að sjálfsögðu vinna náið með almannavörnum og fara að þeirra tilmælum í öllu. Við munum halda gestum okkar upplýstum eftir því sem okkur berast upplýsingar sem haft geta áhrif á hátíðina.

Hlíðum skilaboðum stjórnvalda, verum heima, þvoum okkur um hendurnar, höldum fjarlægð og hugsum vel um okkur sjálf og hvort annað.

Þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin Þjóðhátíð!

 

Fyrir hönd ÍBV og þjóðhátíðarnefndar

Hörður Orri Grettisson

 
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).