Ráðleggur 2000 manna hámark á stórviðburði í sumar

14.Apríl'20 | 13:34
Flugeldarnir-003

Óvíst er hvort hægt verður að halda Þjóðhátíð í sumar. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er ráðlagt 2000 manna hámark á stórviðburði út ágúst mánuð. 

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra útskýrði tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis fyrir samkomur í sumar í viðtali við fréttastofu Bylgjunnar í hádeginu. Ráðherra sagði ekki tímabært að segja til um það nú hvað verður síðar í sumar en sagði að sóttvarnalækni hafi þótt eðlilegt að hafa þessar útfærslur inní minnisblaðinu nú.

Ráðherra sagði það mikilvægt fyrir þá sem eru að undirbúa stórar samkomur að hafa þetta í huga. Einnig kom fram í máli Svandísar að hingað til hafi hún farið eftir öllu sem sóttvarnalæknir hefur lagt til. „Það hefur gefist vel.” segir Svandís.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir m.a:

„Ég legg því til að þeim takmörkunum á samkomum sem nú eru í gangi verði aflétt í nokkrum skrefum næstu mánuði með 3ja-4ja vikna millibilum. Einnig er lagt til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki 2.000 einstaklinga a.m.k út ágúst n.k. Tillögur að nánari útfærslu á þessu verða sendar síðar.”

 

Hér má hlusta á viðtalið við ráðherra.

Minnisblað sóttvarnalæknis.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).