Góðar minningar úr Herjólfsdal - myndband

14.Apríl'20 | 16:32
hatid_2016_svid

Frá Þjóðhátíð. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Á þessum óvissutímum er ágætt að ilja sér við góða stemningu frá Þjóðhátíðinni. Stuðlabandið er þekkt fyrir góða stemningu og mikið stuð á dansleikjum.

Bandið kom fram á Brekkusviðinu í Herjólfsdal síðastliðið sumar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bandið kemur fram á Þjóðhátíð því fjögur síðastliðin ár hafa þeir stigið á stokk á þessari mögnuðu hátíð, sem haldin hefur verið síðan árið 1874. Nú er það hins vegar óvissu háð hvort hún fari fram í ár vegna kórónuveirufaraldursins, en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt til að engar hátíðir með fleiri gestum en tvö þúsund fari fram hér á landi í sumar.

Sjá einnig: Ráðleggur 2000 manna hámark á stórviðburði í sumar

Stuðlabandið hefur nú sett saman myndband þar sem búið er að klippa saman brot af því besta og hvernig dalurinn tók undir. Hér að neðan má sjá myndbandið góða frá Stuðlabandinu.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.