Páskar og þakklæti

Hvorki heimilismenn né starfsmenn hafa smitast af kórónuveirunni á Hraunbúðum

12.Apríl'20 | 01:15
systur_hraunb.is

Ljósmynd/hraunbudir.is

Kæru vinir, það gengur bara ljómandi vel hjá okkur, svona miðað við aðstæður. Það er rólegt yfir en allir þó að njóta í mat og drykk eins og aðrir yfir páskahátíðina.  

Svona hefst pistill á vef Hraunbúða þar sem farið er yfir lífið á heimilinu og þær breytingar sem þurft hefur að gera vegna kórónuveirufaraldursins. Restina af pistlinum má lesa hér að neðan.

Það eru fundnar lausnir á því sem þarf eins og þegar systur á sitthvorum ganginum hittust til að spjalla en þó með 2 metra millibili. Hvorki heimilismenn né starfsmenn hafa smitast af óværunni sem er að ganga og þökkum við almættinu og góðum forvörnum fyrir það. 

Eins og áður hefur komið fram tökum við þó einn dag í einu. Við þökkum fyrir stuðninginn frá ykkur kæru aðstandendur og velunnarar. Við þökkum einnig fyrir stuðning frá almannavarnarteyminu, þríeykinu okkar og þeim vikulegum fundum sem stjórnendur á heimilinu fáum frá þeim til að takast á við þann veruleika sem við glímum við í dag. Við erum einnig mjög ánægð að vera staðsett í Vestmannaeyjum og okkur finnst stjórnvöld hér taka sérstaklega vel á málunum.

Við eigum nefnilega okkar þríeyki hér líka sem eru bæjarstjórinn, lögreglustjórinn og sóttvarnarlæknir Suðurlands sem ásamt frábæru baklandi takast á við baráttuna hér í Eyjum af einstakri fagmennsku og heilindum. En það verður aldrei of oft sagt að við erum öll almannavarnir.

En svona í lokin þá þökkum við líka öllu okkar frábæra starfsfólki sem hefur lagt sig svo mikið fram við að sjá til þess að allt gangi upp og síðast en ekki hvað síst því frábæra fólki sem býr á Hraunbúðum fyrir þolinmæðina, jákvæðnina og trúnna á að öll él stytti upp um síðir. 

Gleðilega páska !

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).