Tilkynning frá aðgerðastjórn

Ekkert smit hefur greinst síðan 6. apríl í Eyjum

11.Apríl'20 | 15:07
bærinn_cov

Mynd/samsett.

Ekkert smit hefur greinst síðan 6. apríl í Vestmannaeyjum og eru því komnir 5 dagar án þess að nýtt smit greinist. 

Hafa verður í huga að við skimun Íslenskrar erfðagreiningar bættust mörg smit við dagana 3.-5. apríl sem hefðu líklega greinst síðar hefði skimun ÍE ekki farið fram. Það er of snemmt að fagna, við erum ekki komin fyrir vind og að öllum líkindum eiga fleiri eftir að greinast með staðfest smit á næstu dögum. Meðfylgjandi er línurit yfir greind staðfest smit í Vestmannaeyjum sem undirrituð tók saman.

Samtals hafa 103 greinst með veiruna, 45 náð bata og eru því enn 58 með virk smit og eru í einangrun. Í dag eru 188 manns í sóttkví.

Ákveðið hefur verið að samkomubann miðað við 10 manns gildi áfram í Vestmannaeyjum að minnsta kosti til og með sunnudeginum 19. apríl nk. Þá verða komnar 4 vikur frá því að það var sett á. Markmiðið er að hefta útbreiðslu sjúkdómsins og verja þannig mannslíf.

Vestmannaeyingar hafa staðið sig vel í að fara eftir reglum og þess vegna erum við að ná árangri. Við gefumst ekki upp og klárum þetta saman.

Gleðilega páska kæru Vestmannaeyingar.

f.h. aðgerðastjórnar
Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri.

Tags

COVID-19

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).