Taka ákvarðanir eftir páska um TM- og Orkumót

7.Apríl'20 | 08:54
TM2017_2_sgg]

TM mótið hefur verið haldið ár hvert frá árinu 1990. Mótið verður dagana 11.-13. júní í ár. Ljósmynd/SGG

Fjöldi stórviðburða sem til stóð að halda í sumar hafa verið slegnir af vegna kórónuveirufaraldursins. Framundan eru stóru fótboltamótin hjá ÍBV og Þjóðhátíð í kjölfarið. Eyjar.net ræddi við Hörð Orra Grettisson, framkvæmdastjóra ÍBV um stöðuna.

Nú eru rúmir tveir mánuðir þar til TM mótið á að hefjast. Aðspurður um hvort Hörður sé bjartsýnn á að mótin geti farið fram á tilsettum tímasetningum segir hann að þau séu temmilega bjartsýn á það að geta haldið mótin á réttum tíma. „Það er það sem við stefnum á. Tveir mánuðir eru fljótir að líða en við erum bjartsýn og bindum vonir við það að allt verði komið á rétt ról um miðjan júní.”

Munu gera allt til að þess að halda þessi mót

Ef gera þarf breytingar á þeim, hvaða möguleika hafið þið? Ef það þarf að fresta mótunum höfum við sett upp nokkra leiki sem við teljum okkur eiga inni.

„Við munum gera allt til að þess að halda þessi mót enda frábær upplifun fyrir þá sem okkur sækja heim og ekki síður gríðarlega mikilvægar fjáraflanir fyrir félagið. Ef við fáum þau fyrirmæli að ekki verði hægt að halda mótin á réttum tíma er fyrsti leikurinn að fresta mótunum fram í sumarið.”

Aðspurður um hvenær það skýrist hvort mótunum verði seinkað segir Hörður Orri að þau eins og flestir aðrir séu bara að bíða og sjá hvernig hvernig þetta ástand muni þróast. „En við munum setjast niður eftir páska og taka ákvarðanir. Vonandi verða þá komnar fram frekari áætlanir á framvindu ástandsins.”

Forsalan fer mjög vel af stað á Þjóðhátíð

Í gær var greint frá því að allt benti til að Hróskelduhátíðin í Danmörku verði slegin af. Áformað var að hátíðin færi fram 27. júní til 4. júlí. Hvað segir Hörður um Þjóðhátíðarhald í byrjun ágúst?

„Öll okkar vinna í dag miðast við það að halda fjölmenna Þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst. Það er að mínu mati fátt sem bendir til þess í dag að hún muni ekki fara fram á réttum tíma.

Forsalan hefur farið mjög vel af stað og ljóst að eftirspurnin er mikil. Það er gaman að sjá að fólk hefur sömu trú og við á það að ástandið verði búið í ágúst og fólk er ekki að hika við að kaupa miða.”

Er unnið að einhverri varaáætlun með Þjóðhátíðina? Enn sem komið er hefur okkur ekki þótt ástæða til þess.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-