Tilkynning frá aðgerðastjórn

12 til viðbótar smitaðir - 14 hafa náð bata

5.Apríl'20 | 19:06
IMG_9878

Nú er búið að rannsaka 1200 af þeim 1500 sýnum sem voru tekin í skimun ÍE. Ljósmynd/TMS

Um helgina hafa 12 smitaðir bæst við og greindust allir nema einn í skimun Íslenskrar erfðagreiningar. Nú er búið að rannsaka 1200 af þeim 1500 sýnum sem voru tekin í skimun ÍE. 

Af þeim sem greindust nú voru 4 í sóttkví og nokkrir einkennalausir. Heildarfjöldi smita í Vestmannaeyjum er orðinn 95. Þá er ánægjulegt að segja frá því að 14 hafa náð bata. Í sóttkví eru nú skráðir 157.   

Enn er brýnt fyrir Eyjamönnum að fara að öllum reglum enda er eina vörnin gegn smiti að takmarka samskipti og umgangast eins fáa og mögulegt er. Þá er þeim sem vantar aðstoð eða upplýsingar bent á að hringja í hjálparsíma Rauða krossins 1717, segir í tilkynningu aðgerðastjórnar.

Tags

COVID-19

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%