Mikið álag í Vest­manna­eyj­um

4.Apríl'20 | 14:52
IMG_9879

Rúmlega 1500 manns voru skimaðir fyrir Covid-19 í gær og í fyrradag í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Það er mikið álag í nokkr­um sveit­ar­fé­lög­um. Vest­manna­eyj­um, Hvammstanga, Bol­ung­ar­vík og Ísaf­irði og þar hafa komið upp hóp­sýk­ing­ar. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir á blaðamanna­fundi vegna kór­ónu­veirunn­ar í dag.

Hún sagði að þrátt fyr­ir að við nálg­umst brátt hápunkt­inn í grein­ing­um á COVID-19 þá kem­ur hápunkt­ur­inn í heil­brigðis­kerf­inu ekki fram fyrr en sjö til tíu dög­um síðar og var­ir hápunkt­ur álags­ins þar leng­ur en hápunkt­ur greindra smita.

Alma sagði að staðan væri þung á heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða en mikið álag væri einnig í Vest­manna­eyj­um, á Hvammstanga, Bol­ung­ar­vík og á Ísaf­irði. 

Þá kom fram í máli landlæknis að far­ald­ur­inn sé enn í þess­um hæga línu­lega vexti. „Okk­ur hef­ur tek­ist að sveigja hann af þess­um ferli veld­is­vaxt­ar. Við höld­um að við för­um að nálg­ast hápunkt­inn í grein­ingu smita en þá þurf­um við að muna það að hápunkt­ur­inn í heil­brigðis­kerf­inu kem­ur ekki fyrr en viku til tíu dög­um síðar og að álagið mun hald­ast inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins vegna þess að þeir sem liggja þar inni þurfa að vera um tölu­verðan tíma,“

Tags

COVID-19

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).