Tilkynning frá aðgerðastjórn

14 greindust með smit í dag

- heildarfjöldi smitaðra er orðinn 83 í Vestmannaeyjum

3.Apríl'20 | 20:07
IMG_9890

Skimun Íslenskrar erfðagreiningar hófst í Eyjum í gær og voru tekin um 1500 sýni á tveimur dögum. Ljósmynd/TMS

Í dag barst niðurstaða vegna hluta skimunar Íslenskrar erfðagreiningar þar sem 14 sýni greindust jákvæð fyrir COVID-19. Af þeim var helmingur í sóttkví. Stór hluti þessa hóps sem skimaður var fyrri hluta fimmtudags var fólk sem var í sóttkví. 

Tekin voru um 1500 sýni á aðeins tveimur dögum

Þeir sem settir hafa verið í sóttkví frá upphafi eru 661 og 298 hafa lokið sóttkví. Fjórum er batnað. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar gekk með eindæmum vel og eiga allir sem að því komu hrós skilið fyrir sín störf. Tekin voru um 1500 sýni á aðeins tveimur dögum.

Höfum tækifæri til að hefta útbreiðslu veirunnar

Aðgerðastjórn hvetur Eyjamenn til að fara að reglum um samkomubann sem miðar við 10 manns og fara að reglum um fjarlægðarmörk. Brýnt er fyrir foreldrum að gæta að því að börn séu ekki í of stórum hópum við leik. Við erum stödd á viðkvæmum tíma og höfum tækifæri til að hefta útbreiðslu veirunnar með því að fylgja þeim reglum sem hafa verið settar og gæta að eigin smitvörnum. Stöndum saman að því að gera öll eins vel og við getum, segir í tilkynningu frá aðgerðastjórn.

 

Tags

COVID-19

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.