Tilkynning frá aðgerðastjórn

Enn bætist í hóp smitaðra í Eyjum

1.Apríl'20 | 19:43
_28A1413-Ronken-Covid-Covid 19 gamur-LSH-TH-Thorkelsson-2020-20x30

Staðfest smit í Vestmannaeyjum því orðin 66 talsins. Ljósmynd/Landspítalinn

Enn bætist í hóp smitaðra í Vestmannaeyjum og hafa þrjú smit bæst við í dag og eru staðfest smit í Vestmannaeyjum því orðin 66 talsins. 

Einn af þremur nýgreindum var þegar í sóttkví. Fjöldi þeirra sem hafa verið settir í sóttkví er orðinn 615 og hafa 254 lokið sóttkví. Þremur er batnað. Enn erum við á viðkvæmum tíma og gætum okkar að sjálfsögðu.

Á morgun hefst COVID-19 skimun í Vestmannaeyjum á vegum Íslenskrar erfðagreiningar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Vestmannaeyjabæ. Skimunin fer fram 2.-4. apríl og eru Eyjamenn hvattir til að skrá sig hjá Íslenskri erfðagreiningu hið fyrsta á neðangreindri vefslóð https://bokun.rannsokn.is/#!/eyjar/login/

 

Aðgerðastjórn

Tags

COVID-19

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%