Þyrlan flutti sýni frá Eyjum

30.Mars'20 | 19:17
IMG_0895

TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/TMS

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, æfði á Suðurlandi um helgina. Meðal annars var lent í Hrauneyjum, æft í Jökulgili og við Hrafntinnusker. 

Meðan æfingunni stóð var óskað eftir því að Landhelgisgæslan færi til Vestmannaeyja þar sem flytja þurfti sýni vegna Covid-19 á Landspítalann til greiningar. TF-EIR fór rakleiðis til Eyja og sótti sýnið. Þetta kemur fram í frétt frá Landhelgisgæslunni.

Á bakaleiðinni, þegar TF-EIR var við Þorlákshafnarveg, barst tilkynning um vélsleðaslys við Skíðaskálann í Hveradölum. Áhöfnin brást skjótt við og TF-EIR var lent á vettvangi um tveimur mínútum síðar. Hinn slasaði var fluttur á Landspítalann í Fossvogi.

Á sunnudag, var svo aftur óskað eftir aðstoð þyrlusveitar vegna vélsleðaslyss, nú við Veiðivötn. Tveir voru fluttir með TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, á Landspítalann til aðhlynningar.

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var sömuleiðis á flugi um helgina. Áhöfn hennar æfir reglulega ásamt því að sinna eftirlitsstörfum. Vélin flaug frá Bjargtöngum að Kötlutanga þar sem undanfarið hafa borist tilkynningar um olíublauta fugla á svæðinu. Engin mengun var sjáanleg en stefnt er að því að fara í annað slíkt flug á næstunni. Þá hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar kannað staðbundin svæði vegna þessara tilkynninga en engin orsök hefur fundist.

Í fluginu lenti TF-SIF tvívegis í Vestmannaeyjum. Meðfylgjandi myndband sýnir aðflugið og lendinguna í fallegu veðri í Eyjum á laugardag.

Þá eru bæði varðskip Landhelgisgæslunnar, Þór og Týr, við eftirlit á hafinu. Týr er á suðvesturhorninu og Þór á Vestfjörðum. Áhöfnin á Tý æfði með áhöfn hafnsögubátsins Magna á fimmtudag. Á laugardag fann áhöfn skipsins öldumælisdufl sem losnaði út af Garðskaga í febrúar. Áhöfnin notaði gamaldags þríhyrnings miðunarleit og fann duflið loksins eftir nokkra leit. Í kjölfarið var nýtt Garðskagadufl sett á flot.

Áhöfnin á Þór nýtti tímann við að huga vel að fallbyssu skipsins en stefnt er að því að halda fallbyssuæfingu á næstu dögum, utan skipaleiða og veiðisvæða.

 

Tags

COVID-19

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.