Bæn dagsins frá Landakirkju

29.Mars'20 | 10:27
kirkjan_safnadarh

Landakirkja. Ljósmynd/TMS

Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. -Matt 7:7-8

Í dag biðjum við;

- að þeir sem hafa sýkst af veirunni fái líkn við sýkinni.
- að þeir sem eru í sóttkví sinni því af heilum hug og að hún herji ekki á sjálfsmynd viðkomandi
- að þeir sem sinna heilbrigðisþjónustu streymi líknandi krafti Guðs í gegnum hendur sínar og fái aukinn þrótt til að takast á við yfirstandandi verkefni
- að þeir sem sinna almannavörnum hafi fulla árvekni í störfum sínum
- að Guði veiti okkur vernd sína, vaki yfir samfélagi okkar og veiti þvi líkn
- að Guð sé okkur von í vonleysi, ljós í myrkri, nærvera í einangrun og vernd í óöryggi

Kirkjuklukkur landsins hringja kl. 12 alla daga á meðan samkomubanni stendur og hvetja alla til að sameinast í bæn. Það gerum við í Landakirkju einnig og hvetjum alla til stuttrar bænastundar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.