Harðákveðinn í að koma aftur á Þjóðhátíð

28.Mars'20 | 09:09
unnamed (2)

Vinahópurinn á síðustu Þjóðhátíð. Ljósmyndir/aðsendar

Aron Sigurvinsson skellti sér á Þjóðhátíð síðastliðið sumar. Hann hélt heim af hátíðinni sæll og glaður með góða helgi. Ekki óraði Aron þá fyrir því hvað beið hans. Líf hans umturnaðist á svipstundu.

Á leiðinni heim af Þjóðhátíð lenti Aron í mjög alvarlegu bílslysi við Rauðhóla og var vart hugað líf í ellefu daga. Meiðsl hans voru og eru enn þann dag í dag mjög alvarleg.

Fundu krabbamein í rannsóknunum

Í rannsóknum út af áverkum sem hann fékk í slysinu kom í ljós að hann er með krabbamein og fékk hann fjóra mánuði til að koma sér sem mest á fætur áður en krabbameinsmeðferðin hófst. Hann mun klára þá meðferð í lok júní, en þá tekur við 12-18 mánaða endurhæfing út af slysinu.

Það sem hreinlega hefur haldið lífi í Aroni þessa hrikalega erfiðu mánuði er að komast á næstu Þjóðhátíð með vinahópnum sínum sem hefur staðið vaktina í orðsins fyllstu merkingu í veikindum Arons.

Getur ekki gist í tjaldi

Allir sem einn hafa þeir farið í gegnum þennan dimma dal slyss og veikinda. Það er ljóst að Aron getur ekki veikinda sinna vegna verið í tjaldi og þess vegna vildi vinahópurinn kanna hvort einhverjir góðhjartaðir Eyjamenn gætu hugsað sér að leigja þeim hús yfir hátíðina. Hægt er að senda tölvupóst á hilmarsb@gmail.com. Lofað er góðri umgengni.

Aron sagði sögu sína í Íslandi í dag í desember. Hér má sjá viðtalið.

a_2

Vinahópurinn

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.