Hver dagur færir okkur nær bjartari tímum

og hvetur bæjarráð íbúa að halda áfram að fylgja tilmælum landlæknis til að vernda þá hópa sem eru viðkvæmir í samfélaginu

27.Mars'20 | 07:51
eyjar 2014_2

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Bæjarstjóri greindi frá stöðu, stjórnskipulagi og viðbrögðum yfirvalda í Vestmannaeyjum vegna útbreiðslu COVID-19 í sveitarfélaginu, á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær.

Fyrsta staðfesta smitið greindist 15. mars sl. og hefur í kjölfarið verið gripið til margvíslegra aðgerða til að sporna við útbreiðslu, vernda íbúa og stuðla eftir fremsta megni að því að heilbrigðiskerfið anni þeim sem í mestri þörf eru. Staðan í Vestmannaeyjum er sú að 47 eru sýktir af veirunni og 554 eru í sóttkví.

Viðbragðsstjórn virkjuð hjá Vestmannaeyjabæ

Á neyðartímum ber aðgerðastjórn almannavarna Vestmannaeyja meginábyrgð á viðbrögðum og stjórnun aðgerða. Aðgerðastjórnin vinnur í samráði við sóttvarnalækni, landlækni og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Viðbragðsstjórn hefur verið virkjuð hjá Vestmannaeyjabæ sem fundar daglega um stöðuna og aðgerðir er snúa að rekstri og starfsemi Vestmannaeyjabæjar.

Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er að skerða opnunartíma margra stofnana bæjarins, loka öðrum, breyta fyrirkomulagi skólastarfs, t.d. með fjarkennslu og starfsemi bæjarins skipt upp til þess að tryggja órofna þjónustu og vernda starfsfólk. Þá voru nýlega kynntar enn hertari aðgerðir með samkomubönnum, lokunum stofnana og fyrirtækja og ýmsum fjöldatakmörkunum. Þess er gætt að kennsla til forgangshópa, þ.e. barna starfsfólks í framlínustörfum, skerðist ekki.

Hugi sérstaklega að þeim sem eru veikir eða í sóttkví

Vestmannaeyjabær hefur lagt áherslu á upplýsingagjöf til allra bæjarbúa, þ.m.t. erlenda einstaklinga búsetta í Vestmannaeyjum og eru tilkynningar Vestmannaeyjabæjar þýddar á pólsku og ensku. Með hjálp fjölmenningarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar hefur verið unnt að fylgjast með stöðu og líðan erlendra íbúa í Vestmannaeyjum, sem er nokkuð góð.

Fjarfundabúnaður er nýttur til allra funda starfsmanna sveitarfélagsins, þ.m.t. bæjarstjórnafunda og funda ráða og nefnda. Framkvæmdastjórar sviða eru í daglegu sambandi við forstöðumenn stofnana og áhersla á að forstöðumenn haldi góðu sambandi við starfsfólk og hugi sérstaklega að þeim sem eru veikir eða í sóttkví. Aðgerðastjórn sendir daglegar tilkynningar um stöðu mála og nýlega svaraði aðgerðastjórn spurningum bæjarbúa með rafænum hætti.

Samheldni og náungakærleikur er áþreifanlegur í bæjarbragnum

Í niðurstöðu ráðsins þakkar bæjarráð upplýsingarnar og vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem taka þátt í aðgerðum og viðbrögðum vegna veirunnar fyrir óeigingjarnt starf á erfiðum tímum. Starfsfólk Vestmannaeyjabæjar, fólk í framlínustörfum sem og íbúar allir hafa brugðist við breyttum aðstæðum með æðruleysi, jákvæðni, skilningi og samvinnu sem auðveldar starf viðbragðsaðila til muna.

Staðan breytist frá degi til dags og erfitt er að segja til um þróunina næstu daga en bæjaryfirvöld munu áfram vinna náið með aðgerðarstjórn almannavarna og grípa til viðeigandi ráðstafana skv. fyrirmælum og tilmælum hennar. Hver dagur færir okkur nær bjartari tímum og hvetur bæjarráð íbúa að halda áfram að fylgja tilmælum landlæknis til að vernda þá hópa sem eru viðkvæmir í samfélaginu. Erfiðleikarnir sem við glímum við í dag hafa jafnframt dregið það besta fram í samfélaginu en samheldni og náungakærleikur er áþreifanlegur í bæjarbragnum. Við erum öll almannavarnir.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-