Bæjarráð Vestmannaeyja:

Fagna markaðsátaki í ferðaþjónustunni

27.Mars'20 | 08:55
ferdamenn

Bæjarráð fagnar því að til standi að ráðast í markaðsátak í ferðaþjónustunni. Mynd/TMS

Atvinnumál í Vestmannaeyjum eru meðal verkefna sem viðbragðsstjórn bæjarins hefur einbeitt sér að undanfarna daga og vikur. 

Mikilvægt er að Vestmannaeyjabær hafi góða yfirsýn yfir stöðu atvinnumála í Vestmannaeyjum og bregðist við með þeim aðgerðum sem mögulegar eru við slíkar kringumstæður, segir í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja.

Bæjarstjóri og framkvæmdastjórar sviða hafa ákveðið að skipta með sér að úthringingum til fyrirtækja til þess að kanna stöðu þeirra (verkefnastöðu, starfsmannahald, uppsagnir, veikindi og sóttkví) sem og upplýsa þau um úrræði stjórnvalda og aðgerðir Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða fjölda fyrirtækja, en sjónum verður beint að þeim stærstu og fjölmennustu næstu daga.

Ljóst er að ástandið kemur þungt niður á fyrirtækjum, en fyrst við fyrirtæki í ferðaþjónustu. Stjórnendur Vestmannaeyjabæjar hafa átt í viðræðum við fulltrúa Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja um stöðuna í greininni og hugsanlegt markaðsátak fyrir þetta ár. Þá hafa Ferðamálasamtökin óskað eftir tilslökunum á opinberum gjöldum til handa fyrirtækjum í ferðaþjónustunni og/eða öðrum aðgerðum greininni til góða á þessum erfiðu tímum.

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð hvetji stjórnendur bæjarins til þess að fylgjast áfram vel með þróun atvinnumála á næstunni og fagnar því að til standi að ráðast í markaðsátak í ferðaþjónustunni. Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýlu- og fjármálasviðs hafa milligöngu um slíka samninga við Ferðamálasamtökin og felur bæjarráð bæjarstjóra að halda áfram með málið.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).