Bæjarráð Vestmannaeyja:

Fagna markaðsátaki í ferðaþjónustunni

27.Mars'20 | 08:55
ferdamenn

Bæjarráð fagnar því að til standi að ráðast í markaðsátak í ferðaþjónustunni. Mynd/TMS

Atvinnumál í Vestmannaeyjum eru meðal verkefna sem viðbragðsstjórn bæjarins hefur einbeitt sér að undanfarna daga og vikur. 

Mikilvægt er að Vestmannaeyjabær hafi góða yfirsýn yfir stöðu atvinnumála í Vestmannaeyjum og bregðist við með þeim aðgerðum sem mögulegar eru við slíkar kringumstæður, segir í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja.

Bæjarstjóri og framkvæmdastjórar sviða hafa ákveðið að skipta með sér að úthringingum til fyrirtækja til þess að kanna stöðu þeirra (verkefnastöðu, starfsmannahald, uppsagnir, veikindi og sóttkví) sem og upplýsa þau um úrræði stjórnvalda og aðgerðir Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða fjölda fyrirtækja, en sjónum verður beint að þeim stærstu og fjölmennustu næstu daga.

Ljóst er að ástandið kemur þungt niður á fyrirtækjum, en fyrst við fyrirtæki í ferðaþjónustu. Stjórnendur Vestmannaeyjabæjar hafa átt í viðræðum við fulltrúa Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja um stöðuna í greininni og hugsanlegt markaðsátak fyrir þetta ár. Þá hafa Ferðamálasamtökin óskað eftir tilslökunum á opinberum gjöldum til handa fyrirtækjum í ferðaþjónustunni og/eða öðrum aðgerðum greininni til góða á þessum erfiðu tímum.

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð hvetji stjórnendur bæjarins til þess að fylgjast áfram vel með þróun atvinnumála á næstunni og fagnar því að til standi að ráðast í markaðsátak í ferðaþjónustunni. Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýlu- og fjármálasviðs hafa milligöngu um slíka samninga við Ferðamálasamtökin og felur bæjarráð bæjarstjóra að halda áfram með málið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.