Íris Róbertsdóttir skrifar:

Gagnlegar upplýsingar

- kæru bæjarbúar

26.Mars'20 | 15:59
bærinn_cov

Samsett mynd.

Það er aðdáunarvert á þessum vandasömu veirutímum hversu þétt við stöndum saman og styðjum hvert annað í gegnum þetta stóra samfélagsverkefni. Hins vegar er ljóst að ekki búa allir svo vel að eiga þéttriðið stuðningsnet og þar með aðgengi að upplýsingum.

Við verðum öll að vera á vaktinni og gefa gaum að nágrönnum, vinnufélögum, kunningjum; hvort einhver sé að einangrast, hvort einhverjum líði illa andlega eða líkamlega og rétta fram hjálparhönd eins og við öll megnum. Bendum fólki á úrræði og hvert það geti leitað. Þetta á ekki síst við um fólk sem á fáa eða enga að, fólk af erlendum uppruna, fólk sem á fáa eða enga ættingja eða stuðningsnet í nærumhverfinu.

Því er rétt að árétta og vekja athygli allra bæjarbúa á ákveðinni þjónustu og úrræðum sem standa til boða.  Þetta er engan veginn tæmandi upptalning og best er að hafa samband við þjónustufyrirtæki og stofnanir til að athuga með þeirra þjónustu. Margar verslanir og stofnanir hafa breyttan opnunartíma og eru jafnvel lokaðar en sumar eru  opnar ákveðinn tíma dags eða hægt að hafa samband símleiðis eða á netinu.

Gagnlegar upplýsingar um stöðuna á landsvísu, sóttvarnir, reglur um sóttkví eða einangrun og  fleira eru á www.covid.is  á nokkrum tungumálum (sjá flipa efst í hægra horni til að breyta um tungumál).

·         Apótekarinn býður upp á heimsendingu á lyfjum s. 481 3900

·         Eyjataxi býður upp á að fara í verslun, versla inn og skutla heim að dyrum gegn gjaldi, s. 698 2038

·         Tanginn er með heimsendingu á heitum mat, s. 414-4420 og 696-4425

·         GOTT er með heimsendingu á mat og afslátt af sóttum mat, s. 481-3060

·         Kráin er með heimsendingu s. 481-3939

·         Pítsugerðin s. 551-0055 og Pizza 67 s 481 1567 eru með heimsendingu á pizzum

·         Eyjabakarí býður upp á heimsendingu, s. 481 2058

·         Vigtin bakarí, býður upp á heimsendingu til þeirra sem eru í sóttkví, s. 662-0265

·         Verslanir með annan varning en matvöru og lyf eru einnig flestar að bjóða upp á heimsendingu og liðlegheit og þá er ekkert annað en að hringja og athuga málin.

·         Rauðikrossinn býður þeim sem eru í sóttkví og hafa ekki aðstöðu eða aðstandendur í kring um sig við öflun aðfanga og komast ekki sjálfir út að að senda póst með pöntun á vestmannaeyjar@kronan.is á Krónuna og á  beta@kronan.is kortanúmerið.  Þetta er á þriðjudögum og miðvikudögum.  Sjálfboðaliðar þeirra sjá um að koma vörunum heim.

·         Hressó líkamsræktarstöð er með líkamsræktartíma í beinni útsendingu á netinu (facebook síða Hressó) kl. 12 alla virka daga og kl. 10.30 á laugardögum.

·         Stuðnings/heimaþjónusta Vestmannaeyjabæjar sér um félagslega þjónustu í heimahús fyrir þá hópa sem eiga rétt á slíkri þjónustu, ennfremur umsóknir um heimsendan mat frá Hraunbúðum eftir ákveðnum reglum þar um.  Síminn þar er 488 2607. asta@vestmannaeyjar.is

·         HSU heilsugæslan (432-2500) sér um allt sem tengist heilsufarsvanda og mögulegum einkennum ásamt því að hægt er að hafa samband við 1700 eða taka netspjall á www.heilsuvera.is.   Í neyðartilvikum hafið samband við 112.

·         Vinalína Rauðakrossin er í síma 1717 og er veittur andlegur stuðningur.

·         Skólar:  Leikskólar, Grunnskóli Vestmannaeyja og Framhaldsskólinn starfa samkvæmt ákveðnu skipulagi (m.a. fjarkennsla) og er staðan þar breytileg eftir aðstæðum og dögum. Ef eitthvað er óljóst varðandi nám barna ykkar verið   endilega í sambandi við stjórnendur, umsjónarkennara eða deildarstjóra.

·         Herjólfur siglir fjórar ferðir á dag ef siglt er til Landeyjahafnar en aðeins eina ferð ef siglt er til Þorlákshafnar. Hefur verið gripið til ýmissa sóttvarnarráðstafana um borð. Sjá www.herjolfur.is og facebook síðu Herjólfs.

·         Flugáætlun flugfélagsins Ernir er sömuleiðis breytt. Sjá www.ernir.is.

·         Margar gagnlegar upplýsingar eru á Eyjavefmiðlunum (www.eyjar.net , www.tigull.iswww.eyjafrettir.is) ásamt nýjum fréttum hverju sinni.

·         Vestmannaeyjabær er með facebook síðu sem er uppfærð reglulega auk heimasíðunnar www.vestmannaeyjar.is

·         Starfsmenn félagsþjónustunnar eru á vaktinni þó móttakan sé lokuð á Rauðagerði.  Hægt er að hafa samband í gegnum skiptiborðið Vestmannaeyjabæjar(488- 2000) á dagvinnutíma eða með tölvupósti á felags@vestmannaeyjar.is

Munum að þetta er tímabundið ástand sem við sem samfélag ætlum að komast í gegnum. Það er eðlilegt að hafa áhyggjur og finna fyrir kvíða á óvissutímum. Mikilvægt er að hlúa að líkamlegri og andlegri líðan. Tölum saman, sýnum þakklæti og jákvæðni fyrir það sem við eigum og höfum, hreyfum okkur daglega, borðum hollt og höldum í húmorinn. Og hugum að náunganum.

Saman erum við sterkari og allir skipta máli.

 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

 

Af Vestmannaeyjar.is

Tags

COVID-19

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...