Fengu liðsauka til Eyja

26.Mars'20 | 08:30
hsu_eyjum

Heil­brigðis­stofn­unin í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Mikið álag hef­ur verið á heilsu­gæsl­unni í Vest­manna­eyj­um síðustu daga. Fjöldi bæj­ar­búa hef­ur smit­ast af kór­ónu­veirunni, alls 47 sam­kvæmt nýj­ustu töl­um, en 554 eru í sótt­kví. 

Meðal smitaðra eru tveir starfs­menn heilsu­gæsl­unn­ar og hafa nokkr­ir aðrir þurft að fara í sótt­kví. Sjö starfs­menn heilsu­gæsl­unn­ar hafa verið í ein­angr­un eða sótt­kví und­an­farna daga og auk þess fimm starfs­menn af öðrum ein­ing­um, svo sem af skrif­stofu, mót­töku og ræst­ingu.

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Davíð Eg­ils­syni, yf­ir­lækn­i á heilsu­gæsl­unni í Eyj­um að ágæt­lega hafi gengið að anna þessu álagi, en fenginn hafi verið auka mann­skapur. Hann seg­ir að lækn­ir af Land­spít­al­an­um hafi verið feng­inn nú í vik­unni og þá hafi tveir hjúkr­un­ar­fræðing­ar og sjúkra­liði bæst í hóp­inn af Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands. Von er á flest­um til baka úr sótt­kví á næstu dög­um. Marg­ir hafa hjálpað til við út­hring­ing­ar og annað til­fallandi að heim­an.

„Við höf­um getað sinnt því vel sem við höf­um verið að gera, sýna­tök­um og úr­vinnslu úr þeim. Önnur starf­semi hef­ur verið í lág­marki og það hef­ur sem bet­ur fer ekki verið mikið um al­var­leg veik­indi. Fólk hef­ur farið eft­ir til­mæl­um um að leita ekki til okk­ar nema þegar virki­leg nauðsyn er á,“ seg­ir Davíð í samtali við Morgunblaðið. „Það má taka fram að bæj­ar­bú­ar, skjól­stæðing­ar okk­ar og aðstand­end­ur þeirra hafa verið mjög skiln­ings­rík­ir á aðstæðum og all­ir boðnir og bún­ir að taka þátt í þessu verk­efni sem við stönd­um frammi fyr­ir.“

Hann seg­ir að ekki sé nema rúm vika síðan fyrsta já­kvæða sýnið greind­ist í Eyj­um. Áhersla hafi verið lögð á að finna þá sem eru smitaðir og greina þá. Smitrakn­ing­ar­t­eymi hafi rakið ferðir viðkom­andi svo hægt væri að koma þeim í sótt­kví sem á þurftu að halda. „Menn duttu strax í ann­an gír eft­ir að fyrsta til­fellið kom. Hugs­un­ar­hátt­ur­inn breytt­ist. Við ákváðum að reyna að hafa góða mönn­un á heilsu­gæsl­unni meðan við vær­um að átta okk­ur á stöðu mála. Við höf­um verið að taka þetta dag frá degi. Við vit­um af þess­ari bakv­arðasveit og höf­um hana í huga ef við þurf­um að fá auka aðstoð.“    

Tags

COVID-19

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).