Staðan óneitanlega að þyngjast

24.Mars'20 | 08:28
hofn_heimakl_0717

Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

„Mér heyr­ist á mönn­um í kring­um mig að það sé óhjá­kvæmi­legt að draga sam­an segl­in,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um.

Hann tek­ur fram að hann þekki ekki ná­kvæm­lega til rekstr­ar hjá öðrum, en nán­ast lok­un í sölu á fersk­um fiski, sam­komu­bann miðað við 20 manns og 10 manns í Eyj­um, fleiri aðgerðir, sótt­kví og veik­indi muni hafa áhrif. Sig­ur­geir seg­ir að staðan sé met­in dag­lega, en hún sé óneit­an­lega að þyngj­ast. 

Í viðtali við mbl.is seg­ir hann að skoðað verði hversu stíft verði sótt því ekki sé skyn­sam­legt að vera með mikið af óunn­um fiski við þess­ar aðstæður. Staðan sé óneit­an­lega skrýt­in í Vest­manna­eyj­um þessa dag­ana, marg­ir veik­ir og marg­ir í sótt­kví. Núna ætti allt að vera á fullri ferð, há­bjargræðis­tím­inn og vetr­ar­vertíð í há­marki. Til þessa hafi fyr­ir­tækið náð að halda full­um dampi.

Hjá fyr­ir­tæk­inu sé mik­il áhersla á sölt­un, enda hafi þurrkaður salt­fisk­ur mikið geymsluþol. Mikið af salt­fisk­in­um fari til Portúgal, þar sem Vinnslu­stöðin keypti fyr­ir­tæki ný­verið. Kína virðist vera að taka við sér og þá hafi um helg­ina borist fyr­ir­spurn um hvort fyr­ir­tækið gæti af­hent fersk­an fisk í gám­um til Evr­ópu. Sig­ur­geir seg­ir að það mál sé í skoðun, eitt sé að geta af­hent fisk, annað sé að þora í slík viðskipti því ástandið breyt­ist hratt í kaupa­lönd­un­um.

 

Mbl.is

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).