Áhöfnin á TF-GRO sótti slasaðan sjómann
24.Mars'20 | 07:45Áhöfnin á TF-GRO sótti slasaðan skipverja um borð í færeyskt línuskip í gærkvöld. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um slys um borð í línuskipinu sem statt var austur af Surtsey.
Þyrlan tók á loft frá Reykjavík á sjöunda tímanum í gær en skipið hélt í átt að innsiglingunni að Heimaey.
Þegar TF-GRO kom að skipinu var það komið við Ystaklett og var skipstjóri þess beðinn um að sigla á hægustu stjórnferð í átt að Bjarnarey. Hífingarnar fóru fram á stefni skipsins og gengu vel.
Tíu mínútum eftir að TF-GRO kom að skipinu var hífingunum lokið og maðurinn kominn um borð í TF-GRO. Skipverjanum var í kjölfarið komið undir læknishendur í Reykjavík, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Tags
Landhelgisgæslan
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.