Handknattleikur:

Birna Berg til ÍBV

23.Mars'20 | 11:05
birna_berg_ibv

Birna Berg Haraldsdóttir. Ljósmynd/ÍBV

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Birna er örvhent skytta og hefur leikið með íslenska landsliðinu undanfarin ár, en með landsliðinu hefur hún skorað 118 mörk í 58 leikjum.

Birna hefur leikið erlendis í atvinnumennsku frá árinu 2013. Hún hóf atvinnumannaferilinn í Savehöf í Svíþjóð en hefur síðan leikið með Glassverket IF í Noregi, Aarhus í Danmörku og nú síðast með Neckarsulmer í þýsku úrvalsdeildinni, segir í tilkynningu frá ÍBV.

Þá segir í tilkynningunni að allir hjá ÍBV séu spenntir fyrir að fá Birnu Berg í raðir félagsins og er hún boðin hjartanlega velkomna til Eyja!

Í gær tilkynnti ÍBV um endurkomu Söndru Erlingsdóttur til félagsins og því ljóst að ÍBV ætlar sér stóra hluti í handboltanum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.