Aðeins ein ferð til Þorlákshafnar á morgun

21.Mars'20 | 22:20
IMG_8871

Herjólfur siglir eina ferð á milli lands og Eyja á morgun. Ljósmynd/TMS

Herjólfur siglir eingöngu eina ferð á morgun, sunnudag til Þorlákshafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook-síðu Herjólfs ohf.

Brottför er frá Vestmannaeyjum kl: 09:00 og frá Þorlákshöfn kl: 12:30.

Hvað varðar siglingar á mánudaginn, þá gefur veðurspáin til kynna að enn verði töluvert slæmt veður, biðjum við því farþega að fylgjast með miðlum Herjólfs til þess að fylgjast með tilkynningum, og ferðast fyrr en seinna ef þeir hafa tök á.

Einnig skal bent á að þeir farþegar sem eiga bókað í kojur þurfa að koma með eigin búnað. Aðeins er hægt að bóka kojur í afgreiðslu Herjólfs, ekki upp í kaffiteríu skipsins.

Þá er farþegum bent á að þegar þetta tímabil gengur í garð þá er alltaf hætta á færslum milli hafna og því ekki æskilegt að skilja bifreiðar eftir í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.

Tags

Herjólfur

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).