Aðeins ein ferð til Þorlákshafnar á morgun

21.Mars'20 | 22:20
IMG_8871

Herjólfur siglir eina ferð á milli lands og Eyja á morgun. Ljósmynd/TMS

Herjólfur siglir eingöngu eina ferð á morgun, sunnudag til Þorlákshafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook-síðu Herjólfs ohf.

Brottför er frá Vestmannaeyjum kl: 09:00 og frá Þorlákshöfn kl: 12:30.

Hvað varðar siglingar á mánudaginn, þá gefur veðurspáin til kynna að enn verði töluvert slæmt veður, biðjum við því farþega að fylgjast með miðlum Herjólfs til þess að fylgjast með tilkynningum, og ferðast fyrr en seinna ef þeir hafa tök á.

Einnig skal bent á að þeir farþegar sem eiga bókað í kojur þurfa að koma með eigin búnað. Aðeins er hægt að bóka kojur í afgreiðslu Herjólfs, ekki upp í kaffiteríu skipsins.

Þá er farþegum bent á að þegar þetta tímabil gengur í garð þá er alltaf hætta á færslum milli hafna og því ekki æskilegt að skilja bifreiðar eftir í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%