Samheldni og samstaða okkar sterkasta vopn
20.Mars'20 | 07:34Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði í gær. Þar voru viðbrögð vegna veiruógnunar á dagskrá.
Í sameiginlegri bókun allra bæjarfulltrúa segir að heimsfaraldur COVID-19 muni á næstunni hafa mikil áhrif á mannlíf og atvinnulíf bæjarins. Því er afar brýnt að bæjarbúar fari að tilmælum almannavarna, landlæknis og sóttvarnarlæknis til að hægja á útbreiðslu faraldursins.
Bæjarstjórn vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem standa í framlínunni við að takast á við hina aðsteðjandi ógn og hvetur bæjarbúa til þess að snúa bökum saman og takast í sameiningu á við ástandið. Í gegnum tíðina hafa Vestmannaeyingar sýnt að þegar mest liggur við er samheldni og samstaða okkar sterkasta vopn. Með slíkt að leiðarljósi munu íbúar í Vestmannaeyjum standa af sér storminn.
VIÐ ERUM ÖLL ALMANNAVARNIR.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...