Tímabundin lokun Íþróttamiðstöðvar

19.Mars'20 | 23:15
itr_midstod

Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Starfsmaður Íþróttamiðstöðvar hefur greinst með kórónuveirusýkingu en viðkomandi hefur ekki verið við störf undanfarna daga. 

Í samráði við umdæmislækni sóttvarna, aðgerðastjórn og rakningarteymi hefur þó verið tekin ákvörðun um að loka Íþróttamiðstöðinni á meðan málið er skoðað nánar. Þetta er gert í því skyni að hindra mögulega útbreiðslu smits. Starfsfólk fer í úrvinnslukví á meðan rakningarteymi vinnur úr upplýsingum og i framhaldi verður haft samband við þá sem þurfa að fara í lengri og eiginlega sóttkví.

Starfsfólk hefur verið látið vita af stöðunni sem upp er komin og verður lokað þar til tekin hefur verið ákvörðun um annað. Farið verður yfir stöðuna með viðbragðsaðilum eftir því sem málin skýrast og verða starfsmenn og íbúar upplýstir um þróun mála.

 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.