Skerða áætlun Herjólfs enn frekar vegna COVID-19

19.Mars'20 | 13:46
IMG_1778

Herjólfur siglir aðeins fjórar ferðir á dag næstu fjórar vikurnar a.m.k. Ljósmynd/TMS

Í dag var tilkynnt um breytta áætlun Herjólfs sem tekur í gildi frá og með morgundeginum, 20.mars og gildir a.m.k. næstu fjórar vikurnar.

Breytingin nú felst í því að búið er að fella niður fyrstu ferð dagsins, sem farið hefur frá Eyjum klukkan 7.00 á morgnana og miðdegisferðina sem farið hefur frá Eyjum kl. 14.30 og frá Landeyjum kl. 15.45. Áður hafði verið tilkynnt um niðurfellingu síðustu ferðar ferjunnar. Eru því aðeins farnar fjórar ferðir á dag hér eftir.

Enn fremur segir í tilkynningunni að í ljósi aðstæðna þurfi að skerða áætlun næstu fjórar vikurnar eða svo. Er það gert til þess að vernda starfsfólk og farþega fyrir þeim vágesti sem er að herjar á okkur og til þess að halda uppi siglingum milli lands og Eyja. Vonast starfsfólk Herjólfs að þessi ákvörðun komi til með að mæta skilningi.

„Enn og aftur viljum við biðla til allra að fara eftir fyrirmælum yfirvalda og sýna ábyrgð.” segir að endingu í tilkynningunni.

Eftir þessa breytingu eru brottfarartímar Herjólfs í Landeyjahöfn svona:

  • Frá Vestmannaeyjum kl: 09:30, 12:00, 17:00 og 19:30
  • Frá Landeyjahöfn kl:10:45, 13:15, 18:15 og 20:45

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.