Tillögurnar ekki til bóta fyrir Vestmannaeyjar
18.Mars'20 | 08:50Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær voru til umfjöllunar tillögur starfshóps á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er lúta að úthlutun aflamarks til sérstakra aðgerða.
Árlega er úthlutað aflamarki til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands. Er aflamarkið, sem er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund, dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum, línuívilnunar, strandveiða, rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu. Á síðasta ári var úthlutað rúmlega 23 þús. þorskílgildistonnum af heildaraflanum til umræddra aðgerða.
Útgerðirnar í Eyjum leggja mest til kerfisins
Starfshópur á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skilaði af sér tillögum þann 21. febrúar sl. Í tengslum við vinnuna létu Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi vinna greiningu á málinu til að meta stöðu og áhrif þessara aflaheimilda á sveitarfélög og fyrirtæki á Suðurlandi. Meðal niðurstaðna er að útgerðir í Vestmannaeyjum leggja mun meira til þessa 5,3% kerfis en það sem þær nýta. Óverulegar heimildir eru nýttar í Vestmannaeyjum úr þessu kerfi á sama tíma og mestu aflamarki á Íslandi er úthlutað til útgerða í Vestmannaeyjum og því leggja útgerðirnar í Eyjum mest til kerfisins.
Vestmannaeyjabær ekki talinn hagsmunaaðili
Vestmannaeyjabær var ekki talinn hagsmunaaðili og fékk því ekki beiðni um að senda umsögn og fékk ekki heldur kynningu á niðurstöðum og tillögum hópsins. Bæjarstjóri hefur óskað eftir því að fá að veita umsögn og fengið frest til þess til 23. mars nk.
Í niðurstöðu bæjarráðs segir að ráðið feli bæjarstjóra að senda inn umsögn fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, enda miklir hagsmunir í húfi. Tillögurnar sem liggja fyrir eru ekki til bóta fyrir Vestmannaeyjar og hefur vinnulagið við ferlið ekki verið í anda þess sem lagt var upp með í byjun vinnunar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.