Færðir í fangageymslu eftir árekstur
18.Mars'20 | 09:40Í gærkvöldi varð umferðaróhapp vestast á Strandvegi, þegar bifreið var ekið á ljósastaur.
Tryggvi Kr. Ólafsson, lögreglufulltrúi segir málið enn í rannsókn. „Tveir menn voru handteknir og gista fangageymslu sökum vímuefnaástands, skýrsla verður tekin af þeim í dag eftir að víman rennur af þeim.”
Sjá einnig: Keyrði niður ljósastaur
Hann segir að óhappið hafi borið að með þeim hætti að bifreið hafi verið ekið suður Friðarhafnarbryggju og inn á Strandveg þar sem ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni og lenti á ljósastaur. Bifreiðin er óökufær á eftir og ljósastaurinn ónýtur. Hvorugur mannanna slasaðist í óhappinu.
Tags
LögreglanMá bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.