Algjört hrun í útflutningi á ferskum fiski

18.Mars'20 | 18:33
IMG_0271-001

Einhverjir eru farnir að huga að minnkandi sjósókn vegna ástandsins. Ljósmynd/TMS

„Ferskfiskmaðurinn er farinn,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um stöðuna sem upp er komin hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, vegna COVID-19 faraldursins. 

Hún segir að nánast enginn ferskur fiskur sé fluttur út þessa dagana, eftir að fjölmörgum veitingastöðum, hótelum og fiskborðum í verslunum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum var lokað. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins.
 
Heiðrún Lind segir að hún hafi ekki heyrt um nein vandræði með flutningsleiðir, heldur hafi markaðurinn einfaldlega þurrkast út á örskömmum tíma. Hlutirnir hafi gerst mjög hratt og fiskkaupendur séu jafnvel hættir að svara í símann.

„Það er enginn til að kaupa ferskan fisk,“ segir Heiðrún Lind, en ferskur fiskur var fluttur út fyrir tæplega 80 milljarða í fyrra.

Allt viðtalið má lesa hér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.