Tilkynning frá Vestmannaeyjabæ:

Unnið að skipulagningu út frá tilmælum stjórnvalda

13.Mars'20 | 18:24
vestm_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. 

Sveitarfélagið vinnur nú að skipulagningu starfs m.v. ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16.mars verði starfsdagur í grunnskólum, leikskólum, tónlistarskóla, frístund og íþróttamiðstöð í Vestmannaeyjum til þess að stjórnendur og starfsmenn sveitarfélagsins geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til. 

Foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á heimasíðu sveitarfélagsins og heimasíðum grunn- og leikskóla. Þá eru í undirbúningi sameiginlegar leiðbeiningar um skólastarf, frístund, íþróttamannvirki, tónlistaskóla og aðrar tómstundir barna. segir í tilkynningu frá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...