Eagles messu frestað
– Aðrir dagskrárliðir haldast
12.Mars'20 | 17:58Eagles messunni sem átti að vera nk. sunnudag, 15. mars hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna Covid-19 veirunnar.
Þeir sjálfboðaliðar sem taka þátt í starfi kirkjunnar eru okkur gríðarlega mikilvægir og nauðsynlegt að þeir finni til öryggis og vellíðan þegar þeir gefa vinnu sína. Þá er einnig vert að benda á að óþarfi er að stefna saman einstaklingum í jafn miklum mæli og tónlistarmessurnar hafa gert í gegnum tíðina á meðan Covid-19 faraldurinn er á þeim stað sem hann er.
Aðrir dagskrárliðir svo sem hefðbundnar messur, sunnudagaskóli, barna- og unglingastarf, fermingar og aðrir reglulegir viðburðir eru enn á dagskrá eins lengi og ekki liggur fyrir samkomubann.
Við hvetjum alla til að halda áfram að fylgja leiðbeiningum almannavarna, landlæknis og sóttvarnarlæknis í sóttvörnum.
Eagles messan kemst svo aftur á dagskrá síðar, segir í tilkynningu á vef Landakirkju.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.