Til skoðunar að staðsetja færanlegar varaaflstöðvar í Eyjum

- Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets fer yfir stöðu raforku í Vestmannaeyjum, varafls og til hvaða ráðstafana skuli grípa í ljósi ótryggs ástands á raforku í sveitarfélaginu

8.Mars'20 | 09:43
eyjar_kvold_gig

Raforkunotkun heimila í Eyjum er 5-6 MW yfir vetratímann. Þegar full vinnsla er í fiskvinnslustöðvunum er notkunin um 13 MW. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Aðfaranótt 14. febrúar sl. var aðgerðarstjórn Almannavarna virkjuð vegna óveðurs sem gekk yfir Eyjarnar um nóttina. Afleiðingarnar af óveðrinu voru m.a. þær að bilanir urðu á rafmagnsflutningum Landsnets og rafmagn keyrt á varaafli allan föstudaginn og hluta laugardagsins.

Svona hófst bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem samþykkt var samhljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar. Þá segir bókuninni að raforkunotkun heimila sé 5-6 MW yfir vetratímann. Þegar full vinnsla er í fiskvinnslustöðvunum og verið er að frysta t.d. loðnuafurðir er notkunin um 13 MW. Þar sem aðeins rúm 4 MW eru til staðar sem varaafl í Eyjum, gefur augaleið að alvarlegt ástand getur myndast ef alvarleg bilun verður í flutningskerfi Landsnets á Suðurlandi. Atvinnulífið mun enga raforku fá og einnig þarf að skerða eða skammta raforku til heimila.

Búið að funda með fulltrúum Landsnets og HS veitna

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og almannavarnanefnd Vestmannaeyja og lýsir þungum áhyggjum af stöðu varaafls í Vestmannaeyjum.

Þá sagði í bókuninn að funda ætti með fulltrúum Landsnets og HS veitna, auk fulltrúa atvinnulífsins og bæjarstjórnar, til að upplýsa um ástandið og ræða næstu skref og aðgerðaáætlun til að bæta stöðu varaafls í Vestmannaeyjum. Sá fundur var haldinn í liðinni viku.

Svona umfangsmiklar bilanir eru fátíðar

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets segir í samtali við Eyjar.net að á fundinum hafi verið rætt um mikilvægi raforku fyrir samfélagið og leiðir til að tryggja öryggi raforkuafhendingar, bæði skammtíma aðgerðir og langtíma.

„Í  fárviðrinu brotnuðu tvær af þremur flutningslínum sem flytja rafmagn inn á eystri hluta Suðurlands undirlendisins og þar með Vestmannaeyja. Svona umfangsmiklar bilanir eru fátíðar og leiða að jafnaði til skerðinga á flutningi rafmagns til neytenda. Öryggisviðmið kerfisins miðast við að óskertan flutning við bilun á einni línu.”

Fjárfestingar fyrir rúma þrjá milljarða króna

„Á undanförnum árum hefur Landsnet verið með röð framkvæmda sem styrkja flutning til Vestmannaeyja og auka öryggið þar. Fyrst i röðinni var nýr sæstengur til Vestmannaeyja (VM3) og nýtt tengivirki í Eyjum. Við þetta batnaði öryggið og flutningsgetan jókst. Í framhaldinu endurnýjuðum við Hellulínu 2 sem jarðstreng.

Á síðasta ári tókum við í  notkun nýtt yfirbyggt tengivirki á Hvolsvelli. Samtals eru þetta fjárfestingar fyrir rúma þrjá milljarða króna. Núna erum við að byggja nýtt tengivirki nálægt þjórsárbú sem við köllum Lækjartún og leggja frá því jarðstreng að Hellu.  Þetta er afar mikilvæg framkvæmd fyrir svæðið því ný tenging við sterka flutningkerfið bætist við auk þess sem tengingin frá þessu nýja tengivirki um Hellu og að Hvolsvelli er í jörðu. Áætlaður kostnaður þessara framkvæmda er um rúmlega tveir milljarðar króna.” segir Guðmundur Ingi.

Tillaga til átakshóps ríkisstjórnarinnar um að flýta framkvæmdum

Að sögn Guðmundar Inga e næstu áfangar verkefnisins að leggja nýja tengingu frá Hellu í tengistað Vestmanneyja við Rimakot og endurnýja elsta sæstrenginn til Vestmannaeyja. „Landsnet gerði tillögu til átakshóps ríkisstjórnarinnar um að flýta þessum framkvæmdum. Að þeim loknum mun flutningkerfið til Eyja uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til slíkar kerfa.”

Aðgengi Landsnets að varaafli hefur minnkað á sama tíma og notkunin er að aukast

Hann segir að þar sem framkvæmdirnar muni taka einhver ár verði nauðsynlegt að tryggja öryggið til skemmri tíma með varastöðvum.

„Landsnet hefur haft þungar áhyggjur af stöðu varaaflsmála í Eyjum. Þróunin á síðustu árum hefur verið sú að aðgengi Landsnets að varaafli hefur minnkað á sama tíma og notkunin er að aukast. Meðal annars til að bregðast við því er Landsnet að kaupa færanlegar varastöðvar og hefur til skoðunar að staðsetja hluta þeirra í Eyjum. Talsverðar umræður urðu um varaaflsmálin á fundinum og fram komu hugmyndir frá fundarmönnum sem Landsnets mun skoða frekar.” segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%