Enginn með staðfest smit í Eyjum

og enginn einstaklingur með grun um slíkt

6.Mars'20 | 20:59
korona-1068x601

Enginn hefur enn verið greindur með kórónaveiru í Eyjum.

Eins og fram kom á blaðamannafundi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra í dag kl. 15 þá hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum kórónaveiru, COVID-19. 

Það var gert m.a. vegna þess að sýkingin er nú farin að breiðast út innanlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnarnefnd Vestmannaeyja sem hélt stöðufund síðdegis í dag.

Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að enginn einstaklingur er staðsettur í Vestmannaeyjum með staðfest smit og enginn einstaklingur með grun um slíkt. Ekki hefur þurft að taka sýni vegna líklegra tilfella fram að þessu. Líklegt er að þetta muni breytast á næstu dögum og miðast undirbúningur almannavarna að því að svo verði.

Ekki hefur verið lagt bann við fjöldasamkomum að svo stöddu, en það er ekki útilokað að til þess komi. Aðgerðastjórn hefur sinnt undirbúningsvinnu ásamt viðbragðsaðilum og viðbragð uppfærist nú samkvæmt nýju stigi almannavarna.

Tags

COVID-19

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).