Þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar

4.Mars'20 | 08:11
reykjavikurflugvollur_ernir

Reykjavíkurflugvöllur. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja tók til umræðu á fundi sínum í gær beiðni Alþingis um umsangir um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 

Í afgreiðslu ráðsins fagnar bæjarráð þingsályktunartillögu um atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri og telur mikilvægt að landsmenn allir geti sagt hug sinn varðandi framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar.  

Flugsamgöngur eru ein forsenda dreifðrar byggðar í landinu og skiptir sköpum fyrir íbúa landsbyggðarinnar að geta á fljótan og öruggan hátt sótt þá þjónustu sem einungis er í boði í höfuðborginni, einkum og sér í lagi aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum.  
 
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn f.h. ráðsins í samræmi við umræður á fundinum. 
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.