Vinnslustöðin:

Ný flatningsvél tvöfaldaði afköst í saltfiskvinnslunni

4.Mars'20 | 18:48
saltfiskur_vsv

Ljósmynd/vsv.is

Netaveiðar Kap II VE og Brynjólfs VE ganga ljómandi vel á miðum í grennd við Eyjar. Aflinn fer að mestu í salt og hluti hans gæti jafnvel endað sem jólasaltfiskur á borðum í Portúgala í desember! 

Ný flatningsvél var tekin í gagnið í saltfiskvinnslu VSV í vetur og með henni tvöfölduðust afköstin, að því er segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar.

ÞAr segir einnig að Vinnslustöðin hafi tekið við um 1.100 tonnum af þorski til saltfiskvinnslu frá áramótum, aðallega frá netabátum en hluti aflans var veiddur í troll.

„Við leggjum mikla og vaxandi áherslu á saltfiskinn, ekki síst eftir að Vinnslustöðin keypti saltfiskvinnslufyrirtækið Grupeixe í Portúgal. Þar með erum við orðnir beinir þátttakendur í vinnslu og sölu á þessum mikilvæga markaði,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfiskvinnslu VSV. 

Það er af sem áður var þegar fjöldi báta frá Vestmannaeyjum og öðrum útgerðarplássum í grenndinni stundaði netaveiðar við suðurströndina á vetrarvertíð. Nú eru einungis þessir tveir Vinnslustöðvarbátar á netum frá Vestmannaeyjum og lítið er líka um slíka útgerð frá Höfn, Þorlákshöfn og Grindavík miðað við það sem áður gerðist. 

„Netaveiði hentar vel útvegs- og vinnslufyrirkomulagi okkar og þess vegna heldur Vinnslustöðin tryggð við hana,“ segir Sverrir. „Stutt er á miðin og lítil olíunotkun á siglingu og við sjálfar veiðarnar. Útgerðarkostnaður er því minni en við margt annað, til dæmis línuveiðar.

Svo er til að að taka að nú hafa menn netin í sjó mun skemur en áður tíðkaðist. Þau eru látin liggja á straumskilum, fallaskilum eða í birtuskilum og dregin nokkrum klukkustundum síðar. Netum er með öðrum orðum beitt á svipaðan hátt og gert væri með línu!

Þannig fæst ferskt og fínt fyrsta flokks hráefni, fiskur sem hentar í margs konar vinnslu en er að miklu leyti saltaður. Veiðarnar ganga vel og fiskgengd er talsverð. Veður hefur hins vegar háð okkur talsvert.“

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).