Bæjarstjórn Vestmannaeyja:

Leggja mikla áherslu á að í Eyjum geti blómstrað öflugt og fjölbreytt atvinnulíf

2.Mars'20 | 07:25
IMG_8762

Bæjarstjórn leggur mikla áherslu á að í Vestmannaeyjum geti blómstrað öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Ljósmynd/TMS

Atvinnumál voru tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var.

Yfirvofandi loðnubrestur, aukið atvinnuleysi og lausir kjarasamningar gefa tilefni til að taka ástandið alvarlega

Á fundinum lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun þar sem segir að atvinnumál í Vestmannaeyjum líkt og víða séu að taka hröðum breytingum. Afar mikilvægt er að stjórnvöld hverju sinni séu vel á verði og reyni allt sem í þeirra valdi stendur til að berjast fyrir auknum atvinnutækifærum og grípi til aðgerða ef á þarf að halda.

Yfirvofandi loðnubrestur, aukið atvinnuleysi og lausir kjarasamningar gefa tilefni til að taka ástandið alvarlega. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að rekstur sveitarfélagsins sé ekki þaninn út með auknum kostnaði. Góð þjónusta sveitarfélagsins sem byggist á kröftugu atvinnulífi og vel reknu sveitarfélagi undanfarin ár er gott veganesti fyrir þá vinnu sem er í gangi á vegum sveitarfélagsins, sú vinna er mikilvæg fyrir framhald málsins, segir í bókun minnihlutans.

Lykillinn að vaxandi samfélagi

Bæjarfulltrúar H- og E-lista lögðu í kjölfarið fram bókun sem bæjarfulltrúar D-lista tóku undir.

Í bókuninni segir að meirhluti E- og H- lista leggi mikla áherslu á að í Vestmannaeyjum geti blómstrað öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Það er að mörgu að hyggja og er mikilvægt að sú vinna sem nú er hafin við atvinnustefnu og hugmyndavinnu fyrir 3. hæðina í Fiskiðjunni skili okkur umhverfi og stefnu sem hægt verður að byggja á til framtíðar. Það skiptir sveitarfélagið miklu máli að sá mannauður sem er til staðar geti nýtt sér þau tækfæri sem eru til og skapað ný. Það er lykillinn að vaxandi samfélagi.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.