Formaður bæjarráðs fékk aðsvif á fundi bæjarstjórnar í gær

28.Febrúar'20 | 15:03
njall_i_pontu

Njáll Ragnarsson í ræðustól.

Á fundi bæjarstjórnar í gær gerðist það að Njáll Ragnarsson, oddiviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs fékk aðsvif í ræðustól. Hann þurfti því frá að hverfa í miðri ræðu og gerði forseti bæjarstjórnar hlé á fundi í kjölfarið.

Njáll segir í samtali við Eyjar.net að hann hafi dottið aðeins út, en eftir stutta hvíld hafi hann jafnað sig og náð að klára fundinn. „Ég fór svo upp á spítala í morgun í rannsóknir, sem gáfu til kynna að aðsvifið stafi af streytu og hreyfingarleysi. Ég þarf víst að labba meira en bara til og frá bílnum.” segir formaður bæjarráðs.

Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum, en umrætt atvik gerðist þegar 3 klukkustundir og 10 mínútur eru liðnar af upptökunni. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.