Aldrei eins mikið siglt yfir háveturinn í Landeyjahöfn
28.Febrúar'20 | 12:04Landeyjahöfn hefur aldrei áður verið opin eins mikið yfir veturinn en á yfirstandandi vetri. Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi ohf. sigldi Herjólfur 18 heila daga og 5 háfla daga til Landeyjahafnar í desember.
Síðasti dagur sem siglt var til Landeyjahafnar í fyrra var þann 30. desember. Í janúar sigldi Herjólfur 8 heila daga og 3 hálfa daga. Auk þess var farin var 1 aukaferð 3. janúar kl. 00:00 frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn. Í febrúar (til og með 26. febrúar) sigldi Herjólfur 11 heila daga og 1 hálfan dag.
Rétt er að hafa í huga að veður hafa verið sérlega válynd það sem af er ári, en dýpið í Landeyjahöfn hefur haldist sérlega gott í vetur auk þess sem dýpkunarskip var til taks stóran hluta vetrar og sinnti viðhaldsdýpkun þegar færi gafst.
Tags
Herjólfur
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.