Frístundastyrkur Vestmannaeyjabæjar

27.Febrúar'20 | 06:55
IBV_born

Vestmannaeyjabær niðurgreiðir þátttökugjöld barna í m.a íþróttum. Ljósmynd/SGG

Vestmannaeyjabær niðurgreiðir þátttökugjöld barna 2 – 18 ára í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi í Vestmannaeyjum.

Styrkurinn er að upphæð kr. 35.000 og gildir frá 1. janúar 2020 - 31.desember 2020. Eftirfarandi aðilar eru skráðir samstarfsaðilar við Vestmannaeyjabæ vegna frístundastyrks:

 • ÍBV – Íþróttafélag
 • Golfklúbbur Vestmannaeyja
 • Fimleikafélagið Rán
 • Tónlistarskóli Vestmannaeyja
 • Skátafélagið Faxi
 • Sundfélag Vestmannaeyja
 • Karatefélag Vestmannaeyja
 • Hugarfrelsi ehf.
 • Hressó – skipulögð unglinganámskeið
 • Peers eyjar
 • Sumarfjör

Frá árinu 2020 mun Vestmannaeyjabær í samstarfi við samstarfsaðila notast við rafrænt greiðslu- og skráningarkerfi (NORA frá Greiðslumiðlun) sem heldur utan um alla umsýslu frístundastyrksins. Fyrirkomulagið er með því sniði að foreldrar/forráðamenn fara inn á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða þess samstarfsaðila sem tilgreindur er hér að ofan þar sem skrá á barn/börn til þátttöku.

Á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða félaganna er/verður hlekkur inná skráningarsíðu þar sem foreldrar/forráðamenn skrá iðkendur. Í lok skráningar- og greiðsluferlisins geta foreldrar/forráðamenn valið að nota frístundastyrkinn frá Vestmannaeyjabæ. Með tilkomu rafræns fyrirkomulags er hægt að skipta frístundastyrknum niður á milli félaga/deilda/námskeiða.

Nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).