Færðu bæjaryfirvöldum Herjólfsbæinn að gjöf

21.Febrúar'20 | 06:59
20200220_163656

Frá undirskriftinni í gær. Ljósmynd/aðsend.

Aðalfundur Herjólfsbæjarfélagsins var haldinn í gær. Þar var samþykkt að færa Vestmannaeyjabæ fasteign félagsins, Herjólfsbæ í Herjólfsdal að gjöf.

Fram kom í afgreiðslu bæjarráðs fyrir fáeinum vikum að ráðið þakki Herjólfsbæjarfélaginu fyrir glæsilega gjöf og fól ráðið bæjarstjóra að ganga frá málinu. Það var svo gert í gær þegar Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Árni Johnsen fyrir hönd Herjólfsbæjarfélagsins undirituðu afsal fasteignarinnar.

Í framhaldinu var samþykkt tillaga um að slíta Herjólfsbæjarfélaginu.

Endurbygging Herjólfsbæjar

Í októbermánuði 2005 var ráðist í byggingu nýs Herjólfsbæjar í Herjólfsdal. Að smíðinni var notast við áreiðanlegastu heimildir og reynt að gera hann sem líkastan upprunalegum bænum. Húsið var byggt sem langhús og gripahús. Lista- og menningarfélagið Herjólfsbæjarfélagið hafði frumkvæði að smíðinni.

 

herjolfsbaer_2017

Herjólfsbær

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.