Erlingur hættir sem íþróttastjóri ÍBV

20.Febrúar'20 | 12:49
erlingur_r_ruv

Erlingur Birgir Richardsson

Erlingur Birgir Richardsson hefur sagt upp störfum sem íþróttastjóri ÍBV íþróttafélags. Erlingur var ráðinn sem íþróttastjóri í ágúst í fyrra og hafði yfirumsjón með öllu faglegu starfi félagsins í fótbolta og handbolta.

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags staðfestir við Eyjar.net að Erlingur hafi sagt upp störfum sem íþróttastjóri.

„Ástæðan er fyrst og fremst sú að hann hefur framlengt samning sinn við Holland og þeim samningi fylgir meira vinnuframlag. Það var því hans mat að hann gæti ekki sinnt bæði íþróttastjórastarfinu sem og þjálfun meistaraflokks samhliða landsliðsþjálfuninni.” segir Hörður Orri.

Erlingur mun áfram stýra meistaraflokki karla í handbolta.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).