Þjónustumiðstöð við Þjóðveg 1

Vonast til að stöðin verði í meirihlutaeigu Eyjamanna

19.Febrúar'20 | 14:54
qh026Yqg

Þjónustumiðstöðin hefur fengið nafnið “Laufey – Welcome Center”. Myndir/aðsendar

Í síðustu viku voru á ferð hér í Eyjum fulltrúar Svarsins, fyrirtækis sem vinnur að því að koma upp þjónustumiðstöð við Landeyjahafnarafleggjarann við þjóðveginn. Þjónustumiðstöðin hefur fengið nafnið “Laufey – Welcome Center”.

Sveinn Waage, markaðsstjóri Svarsins segir í samtali við Eyjar.net að ferðin til Eyja hafi gengið vel. „Ég elska alltaf að koma heim. Ég er náttúrulega borinn og barnfæddur Eyjamaður með nánast allt mitt fólk í Eyjum, en svo er ég líka með menntun og ágætan feril í markaðsmálum m.a. hjá Íslandsstofu þar sem ég markaðssetti Ísland sem áfangastað. 

Það var einmitt Íslandsstofa sem kom mér í samband við Svarið og ég er þeim mjög þakklátur, því þetta verkefni er eins spennandi og gefandi fyrir mig og hugsast getur” segir Sveinn.

Vilja leita allra leiða til samstarfs við heimamenn

Hann segir að þessari síðustu ferð til Eyja hafi þeir náð að hitta mikið af lykilfólki í Eyjum og fundirnir hver öðrum betri. Hjá Svarinu standa vonir við að stöðin geti orðið í meirihlutaeigu Eyjamanna. Hann segir að þau hafi einnig kynnt þetta fyrir völdum aðilum á fastalandinu sem lítist vel á, en fyrst vilji þau leita allra leiða til samstarfs við heimamenn í Eyjum.

Lítið nýtt auðlind hinu megin hafsins 

Sveinn segir mikið tækifæri, og í raun dauðafæri núna í að hefja sókn í markaðsmálum fyrir Vestmannaeyjar. „Við sjáum þetta svo vel í vetur, Landeyjahöfn aldrei meira opin en sárafáir ferðamenn sem koma yfir til Eyja. Af hverju? Jú, fæstir vita af þessari náttúruperlu í hálftíma fjarlægð! Það er algjör synd”.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.