Koma á Blátindi á þurrt við fyrsta tækifæri

- þegar búið er að hífa skipið á þurrt þá verða skemmdir metnar og út frá því tekið ákvörðun um hvað skal gera

19.Febrúar'20 | 10:47
blat_helgi_th

Blátindur VE rétt áður en hann sökk. Ljósmynd/H.R. Tórz

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær var umræða um framtíð Blátinds VE sem sökk í höfninni í Vestamannaeyjum föstudaginn 14 febrúar sl. 

Fyrst losnaði báturinn af stæði á Skansinum og flaut út í höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju. Hann flaut í um 20 til 30 mínútur eftir að honum var náð aftur upp að bryggju, áður en hann sökk. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar gerðu hvað þeir gátu til að halda bátnum á floti en allt kom fyrir ekki og fór hann niður við Skipalyftukantinn, segir í fundargerð ráðsins.

Þá segir að Blátind hafði verið komið fyrir í stæði á Skanssvæðinu í Vestmannaeyjum vorið 2018, þar sem hann var hafður til sýnis.
Blátindur var smíðaður í Eyjum árið 1947. Hann var gerður út héðan til ársins 1958 þegar hann var seldur og gerður út frá ýmsum verstöðvum vestan og norðan lands. Þá var skipið notað sem varðskip á Faxaflóa sumrin 1950 og 1951 og var Blátindur þá búinn fallbyssu.
 
Í afgreiðslu ráðsins segir að ákveðið hafi verið að hífa Blátind upp til að kanna ástand hans. Starfsmenn hafnarinnar ásamt köfununarþjónustu GELP hafa unnið að því að meta ástand bátsins. Unnið er að því að útvega þann búnað sem þarf til að að lyfta bátnum við fyrsta tækifæri. Taka þarf tillit til margra atriða í slíku verki m.a. ástands bátsins, þetta er töluvert flókið verkefni þar sem skipið er þungt.

Ráðið óskar eftir því að unnið sé af fyllstu varkárni til að koma i veg fyrir frekari skemmdir eða slys. Þegar búið er að hífa skipið á þurrt þá verða skemmdir metnar og út frá því tekið ákvörðun um hvað skal gera.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).