Undirbúa val á verkfræðistofu til að annast óháða úttekt

18.Febrúar'20 | 15:56
IMG_5716

Ljósmynd/TMS

Í byrjun desember samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að gerð verði óháð úttekt á Landeyjahöfn. Að tillögunni stóðu þingmenn allra flokka í Suðurkjördæmi.

Var samþykkt að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta hefja nú þegar óháða úttekt á Landeyjahöfn í samræmi við samgönguáætlun fyrir árin 2019–2033 og fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023 og að henni verði lokið eigi síðar en 31. ágúst 2020.

Síðan tillagan var samþykkt hefur lítið spurst til hvar málið sé statt innan ráðuneytisins eða í hvaða farveg skuli setja málið.

Þórmundur Jónatansson, upplýsingafulltrúi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins segir í samtali við Eyjar.net að ráðuneytið vinni að því nú að undirbúa val á verkfræðistofu eða öðrum þar til bærum aðila til að taka að sér óháða úttekt á Landeyjahöfn, í samvinnu við Ríkiskaup.

„Stefnt er að því að ljúka því ferli sem fyrst svo úttekt geti hafist í samræmi við þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti þar að lútandi.” segir hann.

 

Sjá einnig:

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).