Undirbúa val á verkfræðistofu til að annast óháða úttekt

18.Febrúar'20 | 15:56
IMG_5716

Ljósmynd/TMS

Í byrjun desember samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að gerð verði óháð úttekt á Landeyjahöfn. Að tillögunni stóðu þingmenn allra flokka í Suðurkjördæmi.

Var samþykkt að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta hefja nú þegar óháða úttekt á Landeyjahöfn í samræmi við samgönguáætlun fyrir árin 2019–2033 og fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023 og að henni verði lokið eigi síðar en 31. ágúst 2020.

Síðan tillagan var samþykkt hefur lítið spurst til hvar málið sé statt innan ráðuneytisins eða í hvaða farveg skuli setja málið.

Þórmundur Jónatansson, upplýsingafulltrúi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins segir í samtali við Eyjar.net að ráðuneytið vinni að því nú að undirbúa val á verkfræðistofu eða öðrum þar til bærum aðila til að taka að sér óháða úttekt á Landeyjahöfn, í samvinnu við Ríkiskaup.

„Stefnt er að því að ljúka því ferli sem fyrst svo úttekt geti hafist í samræmi við þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti þar að lútandi.” segir hann.

 

Sjá einnig:

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.