Óveður, bjargir og varaafl í Vestmannaeyjum

til umræðiu á fundi almannavarnanefndar

18.Febrúar'20 | 11:47
yfir_bæinn_2020

Varaafl fyrir Vestmannaeyjar er ófullnægjandi eins og staðan er í dag. Ljósmynd/TMS

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja fundaði þann 17. febrúar síðastliðinn og ræddi þar m.a óveður, bjargir og varaafl í Vestmannaeyjum.

Desember-óveðrið greint

Í fundargerð nefndarinnar segir að þann 23. janúar 2020 hafi almannavarnanefnd fundað til þess að ræða viðbragð í Vestmannaeyjum í óveðri en 10. og 11. desember 2019 var fárviðri í Vestmannaeyjum en óvissustig var á öllu landinu vegna slæmrar veðurspár. Veðurspáin gerði ekki ráð fyrir 40 m/sek vindhraða og 52 m/sek í hviðum.

Á fundinn voru boðaðir auk almannavarnanefndar, viðbragðsaðilar og fulltrúar umsvifamestu fyrirtækjanna og lykilaðila hjá Vestmannaeyjabæ. Til fundarins mættu 30 manns. Farið var yfir skipulag þegar aðgerðastjórn er virkjuð og þær bjargir sem eru tiltækar í Vestmannaeyjum. Þá var farið yfir viðbragð og bjargir í síðasta óveðri. Allir fundarmenn voru sammála um að leggja til bjargir eftir þörfum og útvega yfirlit yfir bjargir og mannskap sem tiltæk eru til slíkra starfa.

Mögulegar bilanir eða áföll vegna afhendingar rafmagns geta tekið langan tíma í viðgerðum

Þá kynnti Ívar Atlason, svæðisstjóri HS veitna stöðu varaafls í Vestmannaeyjum. Varaaflið er ófullnægjandi eins og staðan er í dag. Hægt er að tryggja um 4MW með varaafli ef rafmagn fæst ekki ofan af landi vegna bilunar í sæstrengjum, staurum eða tengibúnaði uppi á landi. Þörfin er 13MW og liggur því fyrir að með núverandi stöðu yrði strax að fara að skammta rafmagn á bæinn í rafmagnsleysi auk þess sem atvinnulífið myndi lamast. Þá kom fram á fundinum að mögulegar bilanir eða áföll vegna afhendingar rafmagns geta tekið langan tíma í viðgerðum. Til að mynda er aðeins hægt að vinna við sæstrengina að sumri til. Þungt var yfir fundarmönnum vegna þessa og áhersla lögð á að flutningsaðili rafmagns til Vestmannaeyja tryggi fullnægjandi varaafl í Vestmannaeyjum. Nefndin þakkar þeim fjölmörgu sem mættu til fundarins.

Langt í aðstoð í náttúruvá

Í niðurstöðu málsins lýsir almannavarnanefnd yfir þungum áhyggjum af stöðu varaafls í Vestmannaeyjum. Almannavarnanefnd gerir þá kröfu til Landsnets, sem flutningsaðila raforku og dótturfélags Landsvirkjunar að tryggja nægilegt magn varaafls í Vestmannaeyjum og koma þessum málum í lag hið fyrsta. Í Vestmannaeyjum er langt í aðstoð í náttúruvá, ef hún er þá tiltæk og þurfa Vestmannaeyingar því að vera sjálfum sér nægir með marga hluti, til að mynda varaafl.
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).