Óska eftir fundi með ráðherra vegna hallareksturs Hraunbúða

18.Febrúar'20 | 05:33
hraunbud_skilti

Hraunbúðir. Ljósmynd/TMS

Undanfarin ár hefur Vestmannaeyjabær lagt töluvert fé til reksturs Hraunbúða, dvalar- og hjúkrunarheimili, þrátt fyrir að ríkinu beri að fjármagna þann rekstur á fjárlögum. Bæjarráð fjallaði um málefni Hraunbúða á fundi sínum i gær.

Ríkið þarf að greiða framlög sem standa undir þeim rekstri sem ríkið sjálft gerir kröfulýsingu um

Framlög Vestmannaeyjabæjar til rekstursins hafa aukist frá ári til árs án þess að bærinn geti haft þar áhrif á. Í lok árs 2009 skulduðu Hraubúðir Vestmannaeyjabæ rúmar 176 m.kr. og tilvibótar er uppsafnaður halli frá 2010 kominn í 390 m.kr., eða samtals 566 m.kr. á verðlagi hvers árs.

Þessi staða er óviðunandi og getur ekki gengið svona áfram. Ríkið þarf að uppfylla skyldur sínar, en ekki skýla sér á bak við Sjúkratryggingar Íslands. Vestmannaeyjabær er vel í stakk búinn til að reka Hraunbúðir, en ríkið þarf að greiða framlög sem standa undir þeim rekstri sem ríkið sjálft gerir kröfulýsingu um. 

Þessu tengt: Bærinn hefur greitt á sjötta hundrað milljónir með rekstri Hraunbúða

Ræða hvort áfram séu forsendur til að Vestmannaeyjabær haldi áfram rekstri Hraunbúða

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð feli bæjarstjóra að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra vegna hallareksturs Hraunbúða og ófullnægjandi framlög ríkisins með rekstrinum., m.a. hvort áfram séu forsendur til að Vestmannaeyjabær haldi áfram rekstri Hraunbúða. Einnig er bæjarstjóra falið að eiga samtal við Samtök félaga í velferðarþjónustu um áform samtakanna í þessum efnum.

Sjá einnig: Mál Hraunbúða á dagskrá bæjarráðs

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).