Vikurfok skemmir uppgræðslu

- það er þolinmæðisverk að slást við náttúruöflin, segir Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyjabæ

17.Febrúar'20 | 15:17
IMG_9189

Töluvert hefur verið lagt í að græða upp Eldfellið á undanförnum árum. Ljósmyndir/TMS

Í austan fárviðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku urðu töluverðar skemmdir á uppgræðslunni í hlíðum Eldfells, en tölverð vinna og fjármunir hafa verið lagðir í uppgræðslu í Eldfelli á umliðnum árum.

Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að hann hafi skoðað aðstæður í gær.

„Þetta hefur látið á sjá og má segja að sú vinna sem unnin var síðasta sumar hafi að einhverju leyti horfið þarna. En þó er ljóst að ef sú vinna hefði ekki verið framkvæmd væri ástandið enn verra eftir þennan storm. Það er þolinmæðisverk að slást við náttúruöflin.” segir Ólafur og bætir við að rétt sé að taka það fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem við sjáum svona eftir krappann austanstorm.

Þessu tengt: Áburði dreift í Eldfellshlíðum

Tags

Eldfell

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).