Vikurfok skemmir uppgræðslu

- það er þolinmæðisverk að slást við náttúruöflin, segir Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyjabæ

17.Febrúar'20 | 15:17
IMG_9189

Töluvert hefur verið lagt í að græða upp Eldfellið á undanförnum árum. Ljósmyndir/TMS

Í austan fárviðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku urðu töluverðar skemmdir á uppgræðslunni í hlíðum Eldfells, en tölverð vinna og fjármunir hafa verið lagðir í uppgræðslu í Eldfelli á umliðnum árum.

Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að hann hafi skoðað aðstæður í gær.

„Þetta hefur látið á sjá og má segja að sú vinna sem unnin var síðasta sumar hafi að einhverju leyti horfið þarna. En þó er ljóst að ef sú vinna hefði ekki verið framkvæmd væri ástandið enn verra eftir þennan storm. Það er þolinmæðisverk að slást við náttúruöflin.” segir Ólafur og bætir við að rétt sé að taka það fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem við sjáum svona eftir krappann austanstorm.

Þessu tengt: Áburði dreift í Eldfellshlíðum

Tags

Eldfell

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.